Fagleg þjónusta

Fyrsta skref við byggingu sumarhúss er að ganga frá kaupum eða leigu á lóð undir húsið. Kaupandinn ákveður hverskonar hús hann vill byggja og útvegar Teiknivangi allar upplýsingar um lóðina og staðsetningu húss. Innifalið í teiknipakka Teiknivangs er eftirfarandi:

- Byggingarnefndarteikningar 1:100
- Sérteikningar 1:50
- Deili
- Burðarþolsteikningar
- Skráningartafla

Byggingarnefndarteikningar og síðar sérteikningar, deili og burðarþolsteikningar eru afhendar byggingarfulltrúa viðkomandi sveitarfélags til samþykktar. Tilkynning um samþykkt teikninga er í framhaldi send í bréfi til kaupanda. Til að fá byggingarleyfi þarf auk þess að skila inn teikningum frá lagna- og rafmagnshönnuðum sem Teiknivangur getur útvegað samkvæmt samkomulagi. Teiknivangur er í samstarfi við traustan byggingarverktaka sem getur byggt húsið, óski kaupandi þess.
TEIKNIVANGUR býður upp á:
    Staðlaðar teikningar húsa, með eða án svefnlofts og kjallara
•    Teikningar sérhannaðra húsa
•    Teikningar af breytingum á núverandi húsum, viðbyggingum, geymsluskúrum og gesthúsum
TEIKNIVANGUR er í samstarfi við fagaðila sem geta veitt viðskiptavinum alla aðra þjónustu við byggingu sumarhúss, allt frá því teikning er keypt og fram að fullbúnu sumarhúsi.
    Teiknivangur   I   Lyngás 11   I   210 Garðabær   I   Kennitala: 680979-0819   I   S: 568 - 1317   I    teiknivangur@teiknivangur.is